Costa Verde, þar sem sumarið ríkir árið um kring!


Við á Costa Verde færum viðskiptavinum okkar reynda nuddara frá sólarlöndum. Nudd hjá okkur á að vera eins og fullkomin slökun á sólarströnd.

Nafnið Costa Verde merkir Græna ströndin og vísar til trópíkalskra stranda Brasilíu.

Josy Zareen ákvað að opna nuddstofu sem væri engri lík í Reykjavík. Skreytingar og innréttingar eru innblásnar af grænum ströndum og hafgolu. Costa Verde notar olíur og húðvörur frá Brasilíu (Natura) og færir þér nuddara frá Tælandi, Víetnam, Brasilíu, Venesúela og Kúbu sem allir hafa reynslu og menntun í faginu, margir frá sínu heimalandi. Okkar eina markmið er að veita þér slökun og fá þig til að gleyma kuldanum úti :)


Sjáumst á nuddstofunni!